Komdu að dansa!

Gjafabréf

Gefðu gjöf sem gleður!

Gjafabréf

Gjafabréfin okkar vinsælu er hægt að fá á öll námskeið sem við bjóðum uppá. Til að panta gjafabréf vinsamlegast sendið okkur tölvupóst eða hafið samband í gegnum fyrirspurnarformið.

Gjafabréf á dansnámskeið er frábær jólagjöf!

Byrjendanámskeið fyrir fullorðna

Námskeið í samkvæmisdönsum fyrir fullorðna eru kennd einu sinni í viku í formi hóptíma og eru fyrir hjón og pör. Næsta námskeið byrjar 27. janúar 2025 og er til 3. mars. Kennt er á mánudagskvöldum frá 20:30-21:30. Námskeiðið er í 6 skipti og kostar 38.900 kr fyrir parið.

Barnanámskeið fyrir 3 - 5 ára - Vor 2025

Námskeið í barnadönsum eru kennd einu sinni í viku á laugardögum frá kl. 10:00 – 10:30. Börnin læra að dansa þar sem fléttað er saman, dansi, söng og leik.
Námskeiðið kostar kr. 18.900 og hefst 11. janúar og stendur til 12. apríl. Við bjóðum upp á 20% afslátt fyrir alla byrjendur.

Barnanámskeið fyrir 6 - 8 ára - Vor 2025

Á námskeiðinu læra þau fyrstu sporin í helstu samkvæmisdönsunum sem eru t.d. cha cha cha, enskur vals, samba og jive. Einnig eru kenndir freestyle dansar ásamt því að flétta saman leik og dansi. Kennt er á laugardögum kl. 10:40 – 11:30.

Námskeiðið kostar kr. 23.300 og hefst 11. janúar og stendur til 12. apríl. Við bjóðum upp á 20% afslátt fyrir alla byrjendur.

Panta gjafabréf

Þú getur pantað gjafabréf með því að fylla út upplýsingar og velja greiðslumáta. Þegar greiðsla hefur verið móttekin sendum við þér rafrænt gjafabréf sem hægt er að prenta út.