Dansnámskeið í boði


 

Skólinn

Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar er einn af stærstu og virtustu dansskólum á landinu. Dansskólinn er staðsettur að Auðbrekku 17, Kópavogi.

 

Við kennum þér dans

Skólinn leggur metnað sinn í fagleg vinnubrögð og hefur árangur keppnispara skólans vakið mikla athygli, allir kennarar skólans hafa hver um sig margra ára reynslu í danskennslu.

Fréttir

 • Nýtt – Kennsla fellur niður til 19. október
  Heil og sæl öll, Það eru komin skýr skilaboð frá almannavörnum að við eigum að gera hlé á allri starfsemi dansskólans til 19.október. Hvort sem er átt við börn eða fullorðna. Held að við séum öll sammála að þetta sé það besta í stöðunni.  Örvæntið ekki við munum bæta þessa tíma upp.  Kær kveðja Starfsfólk Dansskóla […]
 • Innritun er hafin!
  Innritun er hafin á öll námskeið hjá okkur fyrir haustönn 2020. Endilega skráið ykkur hér á netinu og við höfum samband.
 • Öll danskennsla fellur niður
  Kæru nemendur og foreldrar, Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mun allt íþróttastarf falla niður á meðan samkomubann er í gildi. Því mun engin danskennsla fara fram á næstu vikum eða þar til yfirvöld gefa leyfi til. Hér getið þið lesið fréttatilkynninguna sem kom frá ÍSÍ og UMFÍ í gær. Frettatilkynning_ISI_UMFI_20032020    
 • Tilkynning til allra fullorðinshópa hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar
  Heil og sæl öll! Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu höfum við hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar ásamt öðrum dansskólum ákveðið að fella niður alla kennslu í fullorðinshópum á meðan samkomubanni stendur. Við munum einnig fresta Vorballinu okkar um óákveðin tíma. Við munum senda ykkur tölvupóst um leið og við fáum fleiri upplýsingar frá sóttvarnarlækni og íþróttahreyfingunni. […]
 • Gjafabréf
  Hægt er að kaupa gjafabréf á öll okkar námskeið sem byrja í janúar. Við erum með námskeið í barnadönsum frá 3 ára aldri, og námskeið í samkvæmisdönsum fyrir 7 ára og eldri. Fullorðinshóparnir eru margir bæði fyrir byrjendur og þeir sem lengra eru komnir.
 • Heimsmeistaramót í Dublin – Fjöldi keppenda frá Dansskólanum
  Dagana 5-8. desember fer fram heimsmeistaramót WDC sem haldið er í Dublin. Edgar skólastjóri ásamt fullt ef keppendum úr meistaraflokk fóru á keppnina ásamt fríðu föruneyti.