
Komdu að dansa!
Barnanámskeið
Samkvæmisdansar fyrir þriggja ára og eldri
Barnanámskeið
Yngstu nemendur skólans eru þriggja ára. Fyrir þau er boðið upp á dans, söng og leik sem er fléttað saman við tónlist. Við þetta bætast svo fyrstu sporin í almennum samkvæmisdönsum.
Dans eflir hreyfiþroska barna og í dansi fá börnin útrás fyrir þá miklu hreyfiþörf sem þau hafa. Dans stuðlar að eðlilegum félagslegum samskiptum og þroskar þau. Dans eflir sjálfsvitund og sjálfsöryggi barna og er gleðigjafi sem vinnur gegn streitu.
Ef barnið þitt er með einhvern grunn í samkvæmisdansi eða hefur verið hjá okkur áður þá er best að senda okkur tölvupóst á dansari@dansari.is og við komum barninu þínu í hóp sem hentar.
Námskeiðstímar haust 2023
Barnakennsla fer fram á laugardögum, einu sinni í viku.
- Byrjendur, 3 - 5 ára: kl. 10:00 - 10:30
- Byrjendur, 6 - 7 ára: kl. 10:40 - 11:30
- Átta ára og eldri: kl. 13:45 - 14:30
Verð og upplýsingar um iðkendastyrki
Verð á námskeiðum ásamt upplýsingum um iðkendastyrki fyrir börn sem hægt er að sækja um hjá öllum sveitarfélögum má finna hér.
Fyrirkomulag og skráning
Til að skrá barn á námskeið er annars vegar hægt að fara í gegnum Sportabler og hins vegar að senda skráningu í gegnum formið.