Komdu að dansa!

Barnanámskeið

Samkvæmisdansar fyrir þriggja ára og eldri

Barnanámskeið

Yngstu nemendur skólans eru þriggja ára. Fyrir þau er boðið upp á dans, söng og leik sem er fléttað saman við tónlist. Við þetta bætast svo fyrstu sporin í almennum samkvæmisdönsum. Dans eflir hreyfiþroska barna og í dansi fá börnin útrás fyrir þá miklu hreyfiþörf sem þau hafa. Dans stuðlar að eðlilegum félagslegum samskiptum og þroskar þau. Dans eflir sjálfsvitund og sjálfsöryggi barna og er gleðigjafi sem vinnur gegn streitu.

Ef barnið þitt er með einhvern grunn í samkvæmisdansi eða hefur verið hjá okkur áður þá er best að senda okkur tölvupóst á dansari@dansari.is og við komum barninu þínu í hóp sem hentar.

Barnanámskeið fyrir 3 - 5 ára - Haust 2024

Námskeið í barnadönsum eru kennd einu sinni í viku á laugardögum frá kl. 10:00 – 10:30. Börnin læra að dansa þar sem fléttað er saman, dansi, söng og leik. 
Námskeiðið kostar kr. 16.720 ( ath verð með afslætti)  og hefst 14. september og stendur til 30. nóvember. Við endum önnina með jólaballiVið bjóðum upp á 20% afslátt fyrir alla byrjendur

Vinsamlegast geri skráningu hérna á síðunni og við setjum börnin í rétta hópa inná Sportabler. Greiðslan fer svo fram inná Sportabler.

Barnanámskeið fyrir 6 - 8 ára - Haust 2024

Á námskeiðinu læra þau fyrstu sporin í helstu samkvæmisdönsunum sem eru t.d. cha cha cha, enskur vals, samba og jive. Einnig eru kenndir freestyle dansar ásamt því að flétta saman leik og dansi. Kennt er á laugardögum kl. 10:40 – 11:30. 

Námskeiðið kostar kr. 23.300 (ath verð með aflætti) og hefst 7. september og stendur til 30. nóvember . Við bjóðum upp á 20% afslátt fyrir alla byrjendur. 

Vinsamlegast geri skráningu hérna á síðunni og við setjum börnin í rétta hópa inná Sportabler. Greiðslan fer svo fram inná Sportabler. 

Barnanámskeið fyrir 9 ára og eldri - Haust 2024

Við bjóðum uppá námskeið fyrir börn sem eru 9 ára og eldri. VIð erum með mikið af barnahópum á öllum aldri. Þegar börn eru komin á þennan aldur viljum við endilega að fólk skrái börnin sín, setji í athugasemd hvort að þau hafi verið í dansi áður eðar eru byrjendur. Við munum finna réttan hóp fyrir ykkar börn en það fer eftir skráningu og hópunum hverjum sinni hvar þau raðast inn. Endilega skráið börnin hérna á síðunni og við höfum svo samband.

Verð og upplýsingar um iðkendastyrki

Verð á námskeiðum ásamt upplýsingum um iðkendastyrki fyrir börn sem hægt er að sækja um hjá öllum sveitarfélögum má finna hér.

Fyrirkomulag og skráning

Öll skráning fer fram hérna á heimasíðunni okkar.

Við setjum svo börn í rétta hópa inná Sportabler. Greiðslan á námskeiðunum fer fram í gegnum Sportabler. 

Skráningarform

Skráning á póstlista*
Netfang forráðamanns færist á póstlista dansskólans við skráningu eingöngu ef samþykki er veitt fyrir slíku. Vinsamlegast athugaðu tölvupóstinn þinn eftir skráningu þar sem þú getur samþykkt eða hafnað skráningu á póstlista.  

Við erum með námskeið fyrir börn sem eru 8 ára og eldri. Við munum finna réttan hóp fyrir ykkar börn en það fer eftir skráningu og hópunum hverjum sinni hvar þau raðast inn. Endilega skráið börnin hérna á síðunni og við höfum svo samband.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.