Komdu að dansa!
Fullorðinsnámskeið
Samkvæmisdansar fyrir byrjendur og lengra komna
Fullorðinsnámskeið
Námskeið í samkvæmisdönsum fyrir fullorðna eru kennd einu sinni í viku í formi hóptíma. Á námskeiðunum eru kenndir hinir svokölluðu standard dansar sem eru t.d. walts, tangó, vínarvals, foxtrot og suður-amerískir dansar sem eru t.d. jive, cha-cha-cha, samba og rúmba. Námskeiðin eru einungis ætluð pörum.
Á námskeiðunum hjá okkur er lögð áhersla á að allir skemmti sér vel og að þú lærir eitthvað sem nýtist þér.
Fyrir byrjendur og lengra komna
Fyrir byrjendur erum við með 6 vikna námskeið sem hefjast um miðjan september eða miðjan janúar. Hvert námskeið er 6 skipti. Eftir byrjendanámskeið bjóðum við uppá framhaldsnámskeið sem er jafn langt.
Framhaldsnámskeið fyrir fullorðna eru hins vegar 12-16 vikur , eftir hvað hentar hverjum hóp hverju sinni.
Við erum með jólaball og vorball.
Ef þið hafið dansað áður þá er dansskólinn með marga framhaldshópa þar sem auðvelt er að finna hóp við hæfi.
Námskeiðstímar Haust 2024
Byrjendanámskeið
Byrjendanámskeið fyrir fullorðna hefst 16. september og verður kennslan á kvöldin á mánudagskvöldum frá kl. 19:30-20:30.
Námskeiðið kostar kr. 38.900 fyrir parið.
Skráning fer fram hér á síðunni í gegnum skráningarkerfið.
.
Framhaldsnámskeið
Við höfum marga framhaldshópa í gangi hverju sinni og finnum hóp sem hentar miðað við hvar hver og einn er staddur. Best er að hafa samband við okkur fyrir skráningu í framhaldshóp fyrir fullorðna, annað hvort með því að fylla inn skráningarformið hér til hliðar eða á dansari@dansari.is.
Verð og upplýsingar um iðkendastyrki
Verð á námskeiðum ásamt upplýsingum um iðkendastyrki fyrir börn sem hægt er að sækja um hjá öllum sveitarfélögum má finna hér. Við minnum á að starfsmanna- og stéttarfélög veita mörg hver styrki vegna dansnámskeiða.
Fyrirkomulag og skráning
Til að skrá par á byrjendanámskeið þarf að senda skráningu í gegnum formið. Þau sem hafa verið hjá okkur eða lært í öðrum dansskólum áður eru beðin um að senda skráningu í gegnum skráningarformið og setja inní athugasemdir hvað þau hafa dansað lengi til að finna rétta hópinn fyrir hvert og eitt par.
Skráningarform
Skráning á póstlista*
Netföng færast á póstlista dansskólans við skráningu eingöngu ef samþykki er veitt fyrir slíku. Vinsamlegast athugið tölvupóst eftir skráningu þar sem hægt er að samþykkja eða hafna skráningu á póstlista.