Komdu að dansa!

Um dansskólann og DÍK

Skemmtun, félagsskapur og færni fyrir lífstíð

Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar

Dansskólinn er einn af stærstu og virtustu dansskólum á landinu. Boðið er upp á kennslu fyrir allan aldur, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kennarar skólans hafa hver um sig margra ára reynslu í danskennslu.

Mikill metnaður er lagður í fagleg vinnubrögð og hefur árangur keppnispara skólans vakið verðskuldaða athygli.

Dansskólnn var stofnaður árið 1980 og hefur verið með starfsemi sína í Kópavogi allar götur síðan. Dansíþróttafélag Kópavogs (DÍK) var stofnað árið 2001 og er starfandi íþróttafélag innan dansskólans.

Til viðbótar við dansnámskeiðin okkar, þá bjóðum við einnig upp á dans fyrir einstaklinga, einkatíma fyrir brúðarpör og opin hús í hverri viku fyrir fullorðna jafnt sem keppnispör til æfinga.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin okkar, hópa sem gætu hentað sem og innritun eru veittar í síma 564 1111 eða með því að senda okkur tölvupóst á dansari@dansari.is.

Bestu kveðjur,
Edgar K. Gapunay skólastjóri og Ellen Dröfn Björnsdóttir

Árangur DÍK í danskeppnum heima og erlendis

Í gegnum árin hafa danspör DÍK náð frábærum árangri í danskepppnum heima og erlendis. Við erum afar stolt af þessum framúrskarandi árangri okkar félagsmanna.

  • Helmingur keppnispara í landsliði Dansíþróttasambands Íslands kom frá DÍK árið 2013
  • Danspör frá DÍK unnu 19 bikar- og Íslandsmeistaratitla á dansmóti vetrarins og alla byrjendaflokkana
  • DÍK vann liðakeppnina á dansmótum UMSK árin 2014, 2016, 2017, 2018 og 2019, 2020, 2021, 2022 þar sem samanlögð stig í öllum flokkum voru tekin saman.

Dansíþróttafélag Kópavogs

Dansíþróttafélag Kópavogs (DÍK) er starfandi íþróttafélag innan dansskólans. Félagið var stofnað í janúar 2001 og var fyrsti formaður félagsins Kjartan Haraldsson. 

Markmið félagsins er að styðja við nemendur skólans á markvissan hátt, m.a. með því að stuðla að þróun í danskennslu, stuðningi á danskeppnum, halda sýningar innan skólans sem utan og afla fjár til þessara verkefna. Einnig er farið í æfingaferðir og haldnar ýmis konar uppákomur.

Stjórn Dansíþróttafélags Kópavogs 2022 – 2023

Formaður
Ellen Dröfn Björnsdóttir
ellen@dansari.is

Stjórn
Arnar Már Einarsson
Davíð Freyr Jóhannsson
davidfj@internet.is
Edgar Konráð Gapunay
dansari@internet.is
Sigrún Gunnbjörnsdóttir

Varamenn
Bjarni Bragason
Tinna  María Illugadóttir