
Komdu að dansa!
Keppnispör
Hóptímar fyrir keppnispör
Keppnispör
Við erum með mikið af keppnispörum í dansskólanum okkar á öllum aldri. Kennsla í hóptímum fyrir keppnispör fer fram 2-4 sinnum í viku. Fjöldi skipta fer eftir aldri og hversu langt hver og einn er kominn. Í gegnum árin hafa danspör DÍK náð frábærum árangri í danskepppnum heima og erlendis.
DÍK hefur unnið liðakeppni á dansmóti UMSK sjö sinnum af átta mögulegum, þar sem samanlögð stig í öllum flokkum voru tekin saman og það félag sem var með flest stig hlaut verðlaunabikar.
Árið 2022 vann DÍK sameiginlega stigakeppni DSÍ af öllum mótum árins með miklum yfirburðum. Við erum rosalega stolt af þessum framúrskarandi árangri okkar félagsmanna, frábærri liðsheild og alltaf gaman á æfingum.
DANSMÓT 2025
25. jan 2025
RIG – Reykjavík International games Laugardalshöll
16. febrúar 2025
Íslandsmeistaramót í standard meistaraflokkur
Bikarmót í latín, meistaraflokkur
Grunnsporamót
16. mars 2025
Íslandsmeistaramót í latin, meistaraflokkurBikarmót í standard, meistaraflokkur
Bikarmót í hæsta getustigi í grunnsporum
17.-18. maí 2025
Íslandsmeistaramót í grunnsporum í hæsta getustigi
Íslandsmeistaramót 10 dönsum meistaraflokkur,
DSÍ Opin standard og latín dönsum
Junior Open
6.-7. júní 2025
Iceland Dance Festival (Harpa)
8-9. júlí 2025
Viking Dancesport Open ( Fagralundi)
Fyrirkomulag og skráning
Kennsla í hóptímum fer fram 2 – 4 sinnum í viku. Fjöldi skipta fer eftir aldri og hversu langt hver og einn er kominn.

