Komdu að dansa!
Dansnámskeið fyrir börn og fullorðna
Skemmtun, félagsskapur og færni fyrir lífstíð. Námskeið við allra hæfi. Vertu með!
Komdu að dansa!
Við bjóðum upp á fjölbreytt dansnámskeið fyrir börn og fullorðna,
jafnt byrjendur sem lengra komna.

Um okkur
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar er einn af stærstu og virtustu dansskólum á landinu. Boðið er upp á kennslu fyrir allan aldur, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kennarar skólans hafa hver um sig margra ára reynslu í danskennslu.
Mikill metnaður er lagður í fagleg vinnubrögð og hefur árangur keppnispara skólans vakið verðskuldaða athygli.
Dansskólinn var stofnaður árið 1980 og hefur verið með starfsemi sína í Kópavogi allar götur síðan. Dansíþróttafélag Kópavogs var stofnað árið 2001 og er starfandi íþróttafélag innan dansskólans.
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar var stofnaður árið 1980 og hefur verið með starfsemi sína í Kópavogi allar götur síðan. Dansíþróttafélag Kópavogs var stofnað árið 2001 og er starfandi íþróttafélag innan dansskólans.
Til viðbótar við dansnámskeiðin okkar, þá bjóðum við einnig upp á dans fyrir einstaklinga, einkatíma fyrir brúðarpör og opin hús í hverri viku fyrir fullorðna jafnt sem keppnispör til æfinga.
Fréttaveita
Það er alltaf mikið um að vera hjá okkur – fylgstu með hér eða á Facebook síðu dansskólans.
Viking Open danskeppni sem Edgar Gapunay og Gunnar Sverrisson héldu dagana 8-9 júlí þar sem fullt af keppendum og áhorfendum komu til landsins. Keppnina gekk svakalega vel, frábær stemning í salnum og allir dönsuðu og skemmtu sér vel.
