• Dans fyrir einstaklinga
  • Brúðarpör
  • Opið hús
  • Tenglar

Dans fyrir einstaklinga

Fyrir þá sem er ekki með neinn til að dansa við, bjóðum við uppá einkatíma/einkahóptíma. Kennarinn býr til námsáætlun með þér.

Þessir tímar fara fram utan stundaskrár hefðbundinna hóptíma. Nema um annað sé samið.

Nánari upplýsingar í síma 564-1111.

Brúðarpör

Fyrir þá sem gifta sig á næstunni, býður dansskólinn uppá einkatíma fyrir brúðhjón. Þar gefst tilvonandi brúðhjónum kostur á að læra heppilegan brúðarvalts eða aðra almenna samkævmisdansa fyrir stóra daginn.

Í einkatíma er aðstoð við lagaval og kennslu í að dansa það sem brúðhjónin kjósa hverju sinni. Mjög vinsælt er að brúðhjónin komi sjálf með sín eign lög og vill læra að dansa við það. Þetta eru ýmis lög, oftast eru þau róleg og rómantísk, eða lög sem brúðhjónin eiga sér einhverjar sérstakar minningar saman.

Ef tilvonandi brúðhjón hafa áhuga á að taka einkatíma þá er þeim bent á að hafa samband í síma 564-1111 eða senda tölvupóst á dansari@dansari.is

Opið hús

Opið hús til æfinga er fastur liður í dansskólanum einu sinni í viku. Í vetur verður opið hús á laugardögum.

Húsið opnar klukkan 20:30 og er dansað fram eftir kvöldi. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir fullorðna og keppnispör til að koma saman, dansa og æfa sig og halda sér í þjálfun.

Allir velkomnir!

Verð 750.- kr á mann.

Tenglar

Danskeppnir

Dansbúnaður

Ýmsar danssíður

Landsamtök

Alþjóðasamtök