Um Okkur
Dansíþróttafélag Kópavogs
Lög D.Í.K
Um Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar er einn af elstu, stærstu og virtustu dansskólum á landinu. Dansskólinn er staðsettur að Auðbrekku 17, Kópavogi og hefur verið með starfsemi í Kópavogi síðan 1980.
Skólinn leggur metnað sinn í fagleg vinnubrögð og hefur árangur keppnispara skólans vakið mikla athygli, allir kennarar skólans hafa hver um sig margra ára reynslu í danskennslu.
Í vetur verður boðið uppá almenna barnadansa, standard-suður ameríska dansa.
Danskólinn er með kennslu fyrir allan aldur, bæði fyrir byrjendur og framhald.
Ef þið viljið frekari upplýsinga eða innrita ykkur þá endilega hafið samband í síma: 564-1111 eða í tölvupósti á dansari@dansari.is
Bestu kveðjur
Edgar K. Gapunay
Skólastjóri
Staðsetning okkar
Heimilisfang: Auðbrekku 17, 200 Kópavogur
Sími: 564 1111
Dansíþróttafélag Kópavogs
Dansíþróttafélag Kópavogs er starfandi íþróttafélag innan dansskólans, var stofnað í janúar 2001 og var fyrsti formaður félagsins Kjartan Haraldsson. Markmið félagsins er að styðja við nemendur skólans á markvissan hátt, m.a. með því að stuðla að þróun í danskennslu, stuðningi á danskeppnum, halda sýningar innan skólans, sem og utan hans og afla fjár til þessara verkefna. Einnig er farið í æfingaferðir og haldnar ýmis konar uppákomur.
Í gegnum árin hafa danspör DÍK náð frábærum árangri í danskepppnum heima og erlendis. Má þar nefna að árið 2013 er helmingur keppnispara sem eru í landliði Dansíþróttasambands Íslands frá DÍK. Einnig unnu danspör frá DÍK 19 bikar og Íslandsmeistaratitla á seinasta dansmóti vetrarins af 40 mögulegum og er gaman að segja frá því að við unnum alla byrjendaflokka sem við tókum þátt í. DÍK vann einnig liðakeppnina á dansmóti UMSK árið 2014, 2016, og 2017, 201 og 2019 þar sem samanlögð stig í öllum flokkum voru tekin saman og það félag sem var með flest stig hlaut verðlaunabikar. Við erum rosalega stolt af þessum framúrskarandi árangri okkar félagsmanna.
Stjórn Dansíþróttafélags Kópavogs
Formaður
Ellen Dröfn Björnsdóttir – dansari@dansari.is
Stjórn
Edgar Konráð Gapunay – dansari@internet.is
Rakel Ýr Ísaksen – kela76@hotmail.com
Davíð Freyr Jóhannsson – davidfj@internet.is
Bjarni Bragason
Varamenn
Sólveig Unnur Bentsdóttir
Lög Dansíþróttafélags Kópavogs
Félagið heitir Dansíþróttafélag Kópavogs og er aðsetur þess í Kópavogi. Félagið er aðili að U.M.S.K, D.S.Í og Í.S.Í og því háð lögum, reglum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.
2. grein
Markmið félagsins er að iðka samkvæmisdans, glæða áhuga á þeirri íþrótt og stuðla að bættri aðstöðu iðkunar hennar.
3. grein
Félagsmaður getur hver sá orðið, sem hlýtur samþykki stjórnar félagsins.
4. grein
Árgjald félagsins skal ákveðið á aðalfundi hvert ár, gjalddagi félaggjalds er 1. Febrúar.
5. grein
Greiði félagsmaður ekki féagsgjöld fyrir 1. Mars sama ár er hægt að setja hann á skrá yfir áhlutgengna félaga, er ekki hafa leyfi til að keppa fyrir hönd féagsins, hafa ekki atkvæðisrétt á fundum þess og eru ekki kjörgengnir í sjórn og nefndir.
6. grein
Stjórn félgsins skipa 5. menn. Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og 1 meðstjórnandi. Stjórnin skal kosin leynilega á aðalfundi þannig: Formaður til eins árs, stjórnarmenn eru kosnir til 2ja ára. Kjörgengi hafa foreldrar nemenda við Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar eða nemendur sjálfir eldri en 18 ára. Ennfremur skal kjósa 2 varamenn og 2 endurskoðendur til eins árs í senn.
7. grein
Stjórnin ber að gæta hagsmuna félagsins í öllum greinum. Hún hefur umráð yfir eignum þess og boðar til funda. Stjórnin getur engar fullnaðarákvörðun tekið nema meirihluti stjórnar séu henni fylgjandi. Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu áliti hún framkomu þeirra til vansa. Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi.
8. grein
Reikningur félagsins miðast við áramót.
9. grein
Aðalfund skal halda ár hvert, eigi síðar en 1. júní og félagsfund svo oft sem stjórnin ákveður eða skrifleg ósk kemur frá eigi færri en 10 félagsmönnum. Til aðalfunda skal boðað með minnst 10 daga fyrirvara og er hann lögmætur sé löglega til hans boðað án tillits til hversu margir mæta á fundinn. Á aðalfundi eða félagsfundi skal kjósa sérstakan fundarstjóra. Á aðalfundi skulu mál tekin fyrir í þeirri röð sem hér segir.
1. Skýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.
4. Lagðar fram tillögur að breytingum laga og reglugerða félagsins, ef um er að ræða.
5. Önnur mál.
6. Kosning formanns, stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda skv. 6.gr. laga félagsins. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum allra mála.
10. grein
Lögum þessum má breyta á aðalfundi og nægir einfaldur meirihluti fundarins til þess að lagabreyting sé lögleg.