Framúrskarandi árangur og gróska hjá DÍK

Um síðustu helgi fór fram hin árlega Lotto danskeppni, í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.  Fjöldi para frá Dansíþróttafélagi Kópavogs, tók þátt.  Þá sýndi stór hópur barna listir sínar á gólfinu við dúndrandi lófaklapp þeirra sem í stúkunni sátu.

Keppendur Dansíþróttafélags vann til fjölda verðlauna í öllum flokkum keppninnar, bæði með grunnaðferð og frjálsri.  Þá unnu pör félagsins það frækilega afrek að vinna 5 af 8 mögulegum gullverðlaunum í meistaraflokkunum.  Nýkrýndir norður-Evrópumeistarar Elvar Gapunay og Sara Lind Guðnadóttir sigruðu í flokki Unglinga I, bæði í ballroom og suður-amerískum dönsum. Í ballroom dönsum í flokki ungmenna sigruðu Birkir Örn Karlsson og Rakel Matthíasdóttir.  Í ballroom dönsum í flokki fullorðinna sigruðu Þorkell Jónsson og Denise Margrét Yaghi.  Í suður-amerískum dönsum í flokki fullorðinna sigruðu Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir, sem eru nýkomin heim af heimsmeistaramóti ungmenna í suður-amerískum dönsum, sem fram fór í Moskvu, þar sem þau höfnuðu í 30.sæti.

Þess er skemmst að minnast að þessi Dansíþróttafélag Kópavogs vann stigakeppnina á UMSK mótinu sem fram fór fyrr í mánuðinum og því ljóst að þarna er á ferðinni framúrskarandi hópur íslenskra dansíþróttamanna.  Hópur sem er landi, þjóð og bæjarfélagi til sóma, hér heima sem erlendis.

UMSK03 UMSK07 UMSK06