Evrópumeistaramót WDC og Junior Blackpool

Dagana 4-5 apríl fór fram Evrópumeistarmót WDC sem haldið var í Blackpool.

Við vorum  með 5 keppendur á mótinu. Keppendum gekk mjög vel og komust lengst í 12 para úrslit.

Dagana 6-10 apríl fór svo fram Junior Blackpool sem er keppni fyrir 16 ára og yngri.

Úr dansskólanum fóru 8 pör ásamt fylgdar og stuðningsliði, samtals um 50 manns.

Keppnin var glæsilega í alla staði, keppt er í landaliði bæði í flokki Juvinile og Junior.
Allir keppendurnir stóðu sig með mikilli prýði og náðu Elvar og Sara þeim frábæra árangri að vera í 3.sæti í latin dönsum og 4. sæti í ballroom dönsum í sínum aldursflokki 12-13 ára.