Zumba Fitness er skemmtileg dansleikfimi sem byggir á ýmsum dansstílum. Við erum að dansa suður-ameríska dansa, salsa, merenge, Raggeton, cha-chca-cha, samba, cumbia, flamingo, tango, jive og fleiri dönsum.
Markmið með Zumba tímunum er að fólk hreyfi sig, fá styrk, byggi upp þol, hlusti á skemmtilega tónlist og sé í góðum félagsskap. Við leggjum sérstaka áherslu að allir geti verið með og hver dansi „með sínu nefi“.
Tímarnir eru jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.
Zumba námskeiðið byrjar mánudaginn 21. september og verður í 6. vikur.
Kennslan verður á mánudögum frá 19:00 til 19:50 og fer fram í Kópavogsskóla.
Verð: 7.500 kr á mann.
Viljum minna á að stéttarfélög og sum fyrirtæki veita styrki til dansnámskeiða.