Boðið verður uppá byrjendanámskeið fyrir fullorðna. Kennslan er 1 x í viku, á þriðjudagskvöldum frá kl. 21:15-22:15.
Fyrsti tíminn er 7.febrúar og er námskeiðið í 8 skipti.
Námskeiðið kostar 45.700 kr. fyrir parið.
Endilega skrá sig..
Boðið verður uppá námskeið í samkvæmisdönsum fyrir fullorðna. Fyrir byrjendur erum við með 8 vikna námskeið sem hefjast um miðjan september eða janúar. Námskeiðið er samansett af 8 kennslutímum. Ef þið hafið dansað áður þá er dansskólinn með mjög marga framhaldshópa og væri auðvelt að finna eitthvern hóp við hæfi.
Öll framhaldsnámskeiðin eru í 14 vikur. 13 kennslutímar og 1. ball. Hérna er Gjaldskrá
Námskeiðin eru byggð uppá hóptímum þar sem kennsla fer fram einu sinni í viku á sama tíma. Í samkvæmisdönsum eru kenndir hinir svokölluðu standard dansar sem eru t.d. walts, tangó, vínarvals, foxtrot og suður-amerískir dansar sem eru t.d. jive, cha-cha-cha, samba og rúmba.
Á námskeiðunum hjá okkur er lögð áhersla á að allir skemmti sér vel og að þú lærir eitthvað sem nýtist þér. Við viljum minna á að starfsmanna og stéttarfélög veita styrki vegna dansnámskeiða.
Opið hús til æfinga er fastur liður í dansskólanum einu sinni í viku.
Frá september til maí erum við með opið hús á laugardagskvöldum.
Frá maí til ágúst erum við með opið hús á þriðjudagskvöldum.
Húsið opnar klukkan 20:00 og er dansað fram eftir kvöldi. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir fullorðna og keppnispör til að koma saman, dansa og æfa sig og halda sér í þjálfun.
Verð 2.000 kr. fyrir parið
Allir velkomnir!