Boðið er uppá dansnámskeið fyrir börn og unglinga. Við erum bæði með framhalds- og byrjendanámskeið. Kenndir eru hinir svokölluðu standard dansar sem eru wals og foxtrot og suður-amerískir dansar sem eru t.d. jive, cha-cha-cha, samba og fleira.
Dans eflir hreyfiþroska barna og sjáfsvitund, hann stuðlar að eðlilegum félagslegum samskiptum, eflir sjálfsöryggi og er gleðigjafi sem vinnur gegn streitu. Dans eykur tillitsemi í mannelgum samskiptum. Dans er góð líkamsrækt fyrir alla aldurshópa.
Við bjóðum uppá námskeið fyrir allan aldur, byrjendur og lengra komna.
Endilega á skráið ykkur hérna á síðunni og við finnum tíma sem hentar þínu barni.





