Yngstu nemendur skólans eru 3. ára. Fyrir þau er boðið upp á dans, söng og leik sem er fléttað saman við tónlist. Við þetta bætast síðan fyrstu sporin í almennum samkvæmisdönsum.
Dans eflir hreyfiþroska barna og í dansi fá börnin útrás fyrir þá miklu hreyfiþörf sem þau hafa. Dans stuðlar að eðlilegum félagslegum samskiptum og þroskar þau. Dans eflir sjálfsvitund og sjálfsöryggi barna og er gleðigjafi sem vinnur gegn streitu.
Námskeiðin í 14. vikur ásamt grímuballi og nemendasýningu á vorönn og jólaballi á haustönn.
Kennslan fer fram á laugardögum, einu sinni í viku.
Við eru með námskeið fyrir byrjendur á öllum aldri.
Allir byrjendur á aldrinum 3-8 ára frá 20% afslátt af kennslugjöldum. Sjá gjaldskrá.
Vekjum athygli á Frístundakorti Reykjavíkurborgar ÍTR, Tómstundastyrk Kópavogsbæjar og Hvatapeninga hjá Garðabæ
Börn 5-17 ára fá niðurgreitt frá Kópavogsbæ kr. 52.500 kr.- á ársgrundvelli sem hægt er að ráðstafa að vild.
Hjá Garðabæ og Hafnafirði fá allir kvittun til endurgreiðslu sem farið er með á skrifstofu sveitarfélagsins.
Hjá Reykjavíkurborg er miðað við börn 6-18 ára og er hann 50.000 kr.- fyrir árið 2021. Við aðstoðum ykkur við að sækja um þessa styrki.
Greiðslur:
Kennslugjöld eru innheimt með millifærslu, bankainnheimtu eða greitt í fyrsta kennslutímanum,