Dansmót UMSK

Dansmót UMSK var haldið í 6 skipti í íþróttahúsi Breiðabliks þann 20. október síðastliðinn. Það eru tvö dansíþróttafélög í Kópavogi sem héldu keppnina samanað þessu sinni,  Dansíþróttafélag Kópavogs og Dansdeild HK. Undirbúningur gekk mjög vel og var mikið magn af sjálfboðaliðum úr báðum félögum sem hafa stóðu að undirbúningi. Við viljum sérstaklega þakka öllu foreldrum og danskrökkum kærlega fyrir alla hálpina, án ykkar er þetta ekki hægt.

Stigakeppni er haldin á milli félagana og fær stigahæsta liðið farandbikar sem gefin var í minningu  Sigurð Hákonarson.
Dansíþróttafélag Kópavogs vann með miklum yfirburðum og var með 171 stig.